Fram hjá

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær miðvikudaginn 10. febrúar. Einar Már Guðmundsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Hundadaga, Gunnar Helgason hlaut verðlaunin í flokki barna- og unglingabóka fyrir Mömmu klikk og Gunnar Þór Bjarnason í flokki fræðibóka og rita almenns efnis fyrir Þegar siðmenningin fór fjandans til. Þetta er í 27. skipti sem Íslensku bókmenntaverðlaunin eru veitt. Skáldsagan Hundadagar eftir Einar Má Guðmundsson kom út ...
Íslenskum höfundum barst liðsauki úr óvæntri átt þar sem velgengni Dags Sigurðarsonar landsliðsþjálfara Þjóðverja í handbolta hefur dregið athyglina að íslenskum bókmenntum eins og sjá má í þessari grein á vefsvæði þýska miðilsins WAZ. Í greininni er  umfjöllunarefni WAZ,  Skuggasund Arnaldar Indriðasonar. Arnaldur er þó ekki sá eini sem nýtur velgengni á erlendri grundu því forlögin Open Letter í Bandaríkjunum og Actes Sud í Frakklandi hafa nú keypt útgáfuréttinn að Sögumanni ...
173 bækur eftir allra þjóða höfunda má finna á nýjum heiðurslista barnabókasamtakanna IBBY – International Board on Books for Young People. Landssamböndum IBBY um allan heim býðst að tilnefna bækur á listann, jafnt frumsamdar sem þýddar, og eru bækurnar kynntar á margvíslegum bókasýningum næstu tvö árin og á alþjóðaþingi IBBY sem fram fer í Auckland á Nýja Sjálandi síðsumars. Tveir íslenskir höfundar eru á listanum, Ármann Jakobsson fyrir bók sína ...
Ævar vísindamaður hefur um árabil kynnt töfra tækni og vísinda fyrir ungmennum á öllum aldri og nú kemur hann fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í sannkölluðum sinfónískum vísindatrylli. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu næsta laugardag, 6. febrúar, uppselt er á fyrri tónleikana kl. 14 en aukatónleikum hefur verið bætt við kl. 16 sem enn eru til miðar á. Hér er hægt að kaupa miða. Á tónleikunum kynnir Ævar til leiks ýmsar af ...
Þetta magnþrungna stórvirki Páls Baldvins Baldvinssonar seldist algjörlega upp fyrir jólin og því var brugðið á það ráð að búa til gjafabréf sem hægt væri að skipta út fyrir bók þegar 2. prentun kæmi. Nú er sú stund runnin upp og við hvetjum þá sem eiga gjafabréf að drífa sig út í næstu bókaverslun og fá eintak af Stríðsárunum. Þeir sem ekki eiga gjafabréf geta auðvitað fengið bók líka því ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita