Meðvirkni

Bókaklúbbar Forlagsins

Hannesarholt yfirfylltist í gær þegar Vilborg Davíðsdóttir hélt þar myndskreyttan fyrirlestur til að kynna bók sína Ástin, drekinn og dauðinn. Í bókinni lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En hún er ekki síður ...
Flækingurinn, ný skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, hefur þegar hlotið frábæra dóma en nú er vika síðan bókin kom út.  Bókin var til umfjöllunar hjá gagnrýnendum Kiljunnar í síðustu viku og voru þau sammála um ágæti bókarinnar. Friðrika Benónýsdóttir sagði m.a. „Kristín er einstakur höfundur … meistaralega gert … á mörkum óraunveruleika en samt alveg „brútallí“ raunsætt … Kristín er í algjörum sérflokki. Hún gerir þetta á svo snilldarlegan hátt að ...
Þessar glænýju bækur um Freyju og Fróða eru upphafið af yndislegum nýjum bókaflokki eftir þær Kristjönu Friðbjörnsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Fyrstu tvær bækurnar: Freyja og Fróði hjá tannlækni og Freyja og Fróði fara í sund koma út samtímis. Bækurnar eru ætlaðar krökkum á leikskólaaldri og eru henta vel í lestrarstundir með foreldrum eða kennurum. Viltu koma í sund með Freyju og Fróða? Þá færðu að bruna í rennibrautinni og sulla ...
JPV útgáfa og Hið íslenska Biblíufélag endurnýjuðu á dögunum samning um útgáfu Biblíunnar. Upphaflegi samningurinn var gerður 2004 og ný þýðing Biblúnnar sá dagsins ljós árið 2007 þar sem hún var prentuð í tvílit í fyrsta sinn á Íslandi. Stefnt er að rafrænni útgáfu Biblíunnar á þessu ári en það verður sömuleiðis í fyrsta skipti sem Biblían verður aðgengileg á lesbrettum.
Í dag kemur út undir merkjum Máls og menningar spáný bók eftir Sæunni Kjartansdóttur, höfund hinnar geysivinsælu bókar Árin sem enginn man, en hún nefnist Fyrstu 1000 dagarnir. Málþing um efni bókarinnar fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 27. mars. Börn fæðast með alla burði til að verða skynsamar, réttsýnar og góðar manneskjur og það er undir okkur fullorðna fólkinu komið að gera þeim það kleift. Rannsóknir sýna að fyrstu þúsund dagarnir ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita