Kakkalakkarnir

Kindle

Bókaklúbbar Forlagsins

Sífellt færist í vöxt að nýr skáldskapur komi út fyrri part árs og það sem af er ári hefur Forlagið gefið út fjölbreytt úrval af íslenskum og þýddum bókum. Landinn tekur þessari nýbreytni augljóslega vel því nýverið þurfti að endurprenta tvær spánnýjar skáldsögur, Vinkonur eftir Rögnu Sigurðardóttur og Síðustu ástarjátninguna eftir Dag Hjartarson. Báðar bækur hafa hlotið góðar viðtökur. „Síðasta ástarjátningin er fallega skrifuð bók, full af pælingum, þunglyndi, fyndni, ljóðbrotum ...
Það er mikið að gera hjá Sjón þessa dagana. Ekki einungis er hann að leggja lokahönd á bók sem kemur út fyrir jólin heldur er síðasta skáldsaga hans, Mánasteinn, sem sló eftirminnilega í gegn hér á Íslandi og hlaut fyrir íslensku bókmenntaverðlaunin, að gera það gott úti í hinum stóra heimi. Útgáfan Sceptre, sem m.a. gefur út Stephen King og David Mitchell, sem gefur Moonstone út í Bretlandi en hennar ...
Á sunnudaginn verður gervöll íslenska þjóðin í París, ýmist í eigin persónu eða í huganum - meira að segja Málfríður og mamma hennar. Þær ætla reyndar ekki á leikinn en þær eru nýkomnar frá þessari háborg tísku og fótbolta þar sem þær skoðuðu Eiffel-turninn og Notre Dame-kirkjuna, kíktu á Monu Lisu á Louvre-safninu, borðuðu froskalappir og hjóluðu um borgina. Frá öllu þessu segja þær Kuggi þegar þær koma heim og ...
Í vor kom út fyrsta skáldsaga ljóðskáldsins og myndlistarkonunnar Steinunnar Helgadóttur. Bókin ber titilinn Raddir úr húsi loftskeytamannsins og er eins konar sagnasveigur, þ.e. fjöldi sagna sem tengjast með einum eða öðrum hætti og mynda heildstæða mynd. Steinunn skapar heillandi heim flókinna fjölskyldubanda og varpar hlýlegu en kímlegu ljósi á kviku hversdagshetja og sérvitringa. Bókin hefur hlotið afburðagóðar viðtökur og gagnrýnendur keppast við að lofa hana. Umsjónarmaður Kiljunnar, Egill Helgason, taldi ...
Heimsins harðsnúnasta lögga, Jack Reacher, er kominn aftur og það í bók sem bandarískir gagnrýnendur hafa kallað eina þá bestu um þessa ástsælu persónu. Villibráð er níunda bók Lee Child sem þýdd er á íslensku en hann hefur lengi vel verið einn virtasti spennusagnahöfundur heims. Í Villibráð er Jack Reacher sendur til Mississippi þar sem lík ungrar konu hefur fundist við lestarteina. Grunur beinist að hermanni í nálægri herstöð en hann ...

Plokkfiskbókin

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita