Mörk

Biðlund

Bókaklúbbar Forlagsins

Amtsbókasafnið á Akureyri og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis bjóða Vilborgu Davíðsdóttur velkomna norður yfir heiðar með bók sína Ástin, drekinn og dauðinn. Fimmtudaginn 28. maí segir Vilborg, í máli og myndum, frá bókinni og baráttunni við drekann, en svo nefndu þau heilakrabbamein eiginmanns hennar, Björgvins Ingimarssonar. Í bókinni lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að ...
Á fimmtudaginn er von á glænýrri bók eftir Lizu Marklund, Hamingjuvegur. Bókin er sú Stjórnmálamaðurinn Ingemar Lerberg finnst á ríkmannlegu heimili sínu í úthverfi Stokkhólms, nær dauða en lífi eftir pyntingar. Það kemur í hlut lögreglukonunnar Ninu Hoffmann að rannsaka málið en blaðakonunnar Anniku Bengtzon að skrifa um það. Eiginkona Lerbergs er horfin og því dýpra sem þær stöllur grafa eftir sannleikanum, hvor á sinn hátt, afhjúpast fleiri leyndarmál auðmannahverfisins. Hamingjuvegur er ...
Við minnum á netmarkaðinn okkar þar sem finna má fjölda bóka af öllum mögulegum gerðum sem allar hafa það sammerkt að kosta undir 1000 kr. Fjöldi titla bætist við í hverjum mánuði og nú síðast í dag settum við heilar 40 hljóðbækur í þennan ágæta flokk. Netmarkaðinn má finna hér eða með að smella á Netmarkaðsflipann vinstra megin á síðunni.
Nú geta aðdáendur hins geysivinsæla Jo Nesbø sannarlega tekið gleði sína því von er á glænýrri bók eftir kappann á fimmtudaginn. Bókin heitir Blóð í snjónum og er fyrsta bókin um söguhetjuna Ólaf. Ólafur er leigumorðingi – og „afgreiðir“ aðallega fólk sem á það skilið. Líf hans er einmanalegt, því hvernig á maður eins og hann að geta átt eðlileg samskipti við aðra? Loks hittir hann draumadísina en vandamálin eru óyfirstíganleg: ...
Arnaldur Indriðason fékk sérstaka heiðursviðurkenningu þegar Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2015 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Viðurkenningin er veitt einstaklingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og þannig stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð. Í ræðu sinni um Arnald sagði Vilborg Einarsdóttir, formaður úthlutunarnefndar og stjórnar Íslandsstofu, m.a.: „Fátt er lítilli þjóð jafn mikilvægt og að lifandi bókmenntir séu skrifaðar á tungu ...

Mamma, pabbi, barn

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita