Bókaklúbbar Forlagsins

Ofan og neðan er þriðja bókin í Endaflokki Hugleiks Dagssonar þar sem hann túlkar mismunandi heimsendi í hverri bók með hjálp klárustu teiknara landsins. Ofan og Neðan segir frá því þegar þyngdarafl jarðarbúa snýst við og allir detta upp. Örfáar hræður hanga eftir í hvolfdum heimi. Réttara sagt innipúkarnir. Innipúkarnir erfa jörðina. Bókin segir tvær reynslusögur af slíkum eftirlifendum, sem lesnar eru frá sitt hvorum enda bókarinnar og mætast í miðjunni. Sigmundur B. ...
Ertu að skrifa? Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu fyrir börn og unglinga, að lágmarki 50 ritvinnslusíður að lengd, til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin 2015. Skilafrestur er til 15. febrúar n.k. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk höfundarlauna. Handritum skal skila í fjórum eintökum til: Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka Forlagið Bræðraborgarstíg 7 101 Reykjavík. Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar ...
Síðasti galdrameistarinn eftir Ármann Jakobsson er ein þeirra barnabóka sem tilnefndar voru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á dögunum og gagnrýnendur eru sammála um að Ármann segi þar skemmtilega sögu á ríku og læsilegu máli. Í fjögurra stjörnu dómi Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur í Fréttablaðinu segir til dæmis að bókin sé „virkilega fyndin – og á svo yndislega lúmskan hátt … Þetta er bók sem ætti að hvetja börn til að lesa því ...
Kristín Steinsdóttir les upp úr nýrri bók sinni, Vonarlandið, á söguslóðum bókarinnar inni í Laugardal næstkomandi laugardag, 13. desember, kl. 14. Upplesturinn fer fram á kaffihúsinu Flórunni í Grasagarðinum sem stendur skammt frá þvottalaugunum sem koma mikið við sögu í bókinni. Kristín lagðist í mikla rannsóknarvinnu við undirbúning skrifanna og sankaði að sér ýmsum fróðleik um líf og aðstæður kvennanna sem hún skrifar um. Að upplestrinum loknum býður Kristín þeim sem áhuga ...
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna á Íslandi, voru tilkynntar á dögunum en næstkomandi laugardag, hinn 13. desember, verður lesið úr öllum níu verkunum í Hannesarholti. Upplesturinn fer fram milli 12 og 14 og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að drífa sig í Hannesarholt og hlýða á. Tilnefndar voru: Fagurbókmenntir Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Lóaboratoríum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur Enginn dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur Barna – og ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita