Bragð af ást

Bókaklúbbar Forlagsins

Mamma segir eftir dönsku skáldkonuna Stine Pilgaard kom út hjá Forlaginu snemma sumars og hlaut í vikunni flottan þrjggja og hálfrar stjörnu dóm í Morgunblaðinu. Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Silja Björk Huldudóttir, hafði þetta að segja um höfundinn: „Ástarsorg og mislukkuð tjáskipti eru meginþemað í fyrstu skáldsögu dönsku skáldkonunnar Stine Pilgaard sem nefnist Mamma segir. Fyrir skáldsögu sína hlaut Pilgaard árið 2012 verðlaun úr Menningarsjóði Bodil og Jörgen Munch-Christiansen sem veitt eru efnilegasta nýliðanum ...
Nú þegar sumarið er handan við hornið fara fjallageitur, ferðafrömuðir og útivistarfólk á stjá og leggja eigið land undir fót. Forlagið hefur á undanförnum dögum gefið út tvær frábærar útivistarbækur sem við hvetjum alla sem ætla sér að sækja landið heim að kynna sér. Páll Ásgeir Ásgeirsson þarf vart að kynna fyrir útivistarfólki, hann hefur verið tryggur ferðafélagi margra hvort heldur sem er í eigin persónu eða með leiðsögn í formi ...
Smásagnasafn Ólafs Gunnarssonar, sem gefið var út undir nafninu The Thaw, er að gera góða hluti vestanhafs þessa dagana. Á dögunum birtist dómur í tímaritinu Artfuse sem segir m.a. „“The Thaw” — Memorable Stories of Fear and Loathing in Iceland ... Throughout these superb stories, there is a certain desolation, of the heart as well as of the landscape.“ Veftímaritið Foreword Review lofaði sömuleiðis bók Ólafs: „The Thaw, by award-winning Icelandic author Ólafur Gunnarsson, ...
Í lok júní fór fram mannréttindaráðstefnan WorldPride í Toronto. Þar hélt Jónína Leósdóttir, höfundur bókarinnar Við Jóhanna sem kom út fyrir síðustu jól, áhrifamikla ræðu þar sem hún sagði frá efni bókar sinnar, sambandinu við fyrrum forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur og aðstæðum samkynhneigðra á Íslandi seint á síðustu öld. Sjón er sögu ríkari:
Í dag gefur Forlagið út bók Nönnu Rögnvaldardóttur, Icelandic Food and Cookery. Bókin gefur sannkallað bragð af Íslandi en í henni er að finna hefðbundnar og nútímalegar íslenskar uppskriftir, yfirlit um sögu matargerðar á Íslandi, matartengdar sagnir og fróðleik. Bókin hefst á sögulegum inngangi um íslenskan mat og eldamennsku allt frá landnámi til nýja norræna eldhússins. Fjallað er um hefðbundinn íslenskan hátíðamat og matarhefðir tengdar ákveðnum dögum í sérstökum kafla en ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita