Kakkalakkarnir

Kindle

Bókaklúbbar Forlagsins

Það er hásumar og kiljurnar rjúka úr hillunum. Á dögunum fluttum við fréttir um að tvær nýjar íslenskar vorkiljur hefðu verið endurprentaðar en í þetta skiptið eru það tvær þýddar sem eru komnar aftur. Báðar hafa vermt efstu sæti metsölulista Eymundsson í sumar; Villibráð eftir Lee Child og Ótrúleg saga Indverjans sem hjólaði til Svíþjóðar á vit ástarinnar eftir Per J. Andersson. Villibráð hefur verið ein allra vinsælasta bók sumarsins og ...
Í dag undirrituðu Auður Jónsdóttir rithöfundur, Tinna Hrafnsdóttir, leikkona, leikstjóri og framleiðandi, og Valgerður Benediktsdóttir hjá Réttindastofu Forlagsins viljayfirlýsingu um gerð kvikmyndar upp úr metsölubók Auðar, Stóra skjálfta, sem fyrirtæki Tinnu, Freyja Filmwork, mun framleiða. Margrét Örnólfsdóttir verður annar tveggja handritshöfunda. Stóri skjálfti kom út hjá Máli og menningu fyrir síðustu jól og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin hlaut ennfremur Íslensku bóksalaverðlaunin og tilnefningu til Menningarverðlauna DV. Tinna Hrafnsdóttir var ...
Bækur Ævars Þórs Benediktssonar, sem er betur þekktur sem Ævar vísindamaður, hafa sannarlega fallið í kramið hjá ungum lestrarhestum um land allt. Þín eigin-serían hefur verið geysilega vinsæl en vorbækurnar um bernskubrek Ævars vísindamanns, Risaeðlur í Reykjavík og Vélmennaárásins, hafa sömuleiðis slegið í gegn. Bækurnar eru liður í lestrarátaki sem Ævar hefur staðið fyrir undanfarna tvo vetur. Þar keppast krakkar á grunnskólaaldri við að lesa sem flestar bækur en verðlaunin eru ...
Þau tíðindi urðu á dögunum að Réttindastofa Forlagsins samdi við Eddu USA um útgáfu á Vísindabók Villa í Norður Ameríku. Bókin kemur út í janúar 2017 og verður dreift í Bandaríkjunum og Kanada í gegn um Macmillan samsteypuna. Tinna Proppé hjá Eddu USA fagnar samningnum og segir Vísindabók Villa frábæra bók sem smellpassi fyrir amerískan markað. „Mikil hefð er þar ytra fyrir vísindum og tilraunum í kennslu og fellur Vísindabók ...
Sífellt færist í vöxt að nýr skáldskapur komi út fyrri part árs og það sem af er ári hefur Forlagið gefið út fjölbreytt úrval af íslenskum og þýddum bókum. Landinn tekur þessari nýbreytni augljóslega vel því nýverið þurfti að endurprenta tvær spánnýjar skáldsögur, Vinkonur eftir Rögnu Sigurðardóttur og Síðustu ástarjátninguna eftir Dag Hjartarson. Báðar bækur hafa hlotið góðar viðtökur. „Síðasta ástarjátningin er fallega skrifuð bók, full af pælingum, þunglyndi, fyndni, ljóðbrotum ...

Plokkfiskbókin

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita