Bókaklúbbar Forlagsins

Norræna húsið stendur fyrir höfundakvöldum fyrsta þriðjudag hvers mánaðar á komandi vetri. Höfundur október mánaðar er Einar Már Guðmundsson en hann mun kynna nýja bók sína, Hundadaga, á höfundakvöldi í Norræna húsinu 6. október kl. 19:30. Páll Valsson stýrir umræðum. Hundadagar er leiftrandi skemmtileg saga sem fjallar um Jörund hundadagakóng, Jón Steingrímsson eldklerk og fleira fólk fyrri alda. Farið er um víðan völl í tíma og rúmi; sögulegar staðreyndir eru ...
Franski rithöfundurinn Patrick Modiano á að baki langan feril og hlaut á dögunum Nóbelsverðlaun í bókmenntum 2014. Nú er komin út bókin Svo þú villist ekki í hverfinu hérna, í snilldarlegri þýðingu Sigurðar Pálssonar. Roskinn rithöfundur þarf að horfast í augu við fortíðina þegar dularfullt ungt par kemur inn í líf hans. Smám saman rifjast upp hálfgleymdar minningar, frá fyrstu skrefunum á rithöfundarbrautinni og allt aftur til erfiðrar reynslu í bernsku. ...
Hlýleg, skemmtileg og áhrifamikil frásögn af óvenjulegri vináttu manns frá Íslandi og gamallar konu úr miðri Evrópu. Hún var fædd í rússneska keisaradæminu 1913 og ólst upp á sveitabýli við kröpp kjör. Síðar fluttist hún til Vilníus í Litháen, atti kappi við fegurstu konu heims um einn ríkasta piparsveininn á svæðinu og flúði með honum til Frankfurt í Þýskalandi í sprengjuregni seinni heimsstyrjaldar. Þar opnaði hún veitingastaðinn sinn og eldaði ævintýralega ...
Nú er runnin upp síðasta vika Bókamarkaðs Forlagsins að þessu sinni. Ekki missa af frábærum tilboðum á Fiskislóðinni. Sunnudagurinn 4. október er síðasti dagur en áfram opið er alla virka daga frá kl. 10 til 19. Komdu við og gerðu ótrúlega góð kaup! Ótrúlegt úrval - yfir 4.000 titlar frá öllum helstu útgefendum landsins! Allt að 90% afsláttur! Gjafir við öll tækifæri! Skemmtiatriði fyrir börnin alla laugardaga! Næg bílastæði og alltaf heitt á könnunni!
Út er komin glæný norsk barnabók í glæsilegri þýðingu Gerðar Kristnýjar. Bókin ber nafnið Brúnar og er hjartastyrkjandi og fyndin saga um vináttu, sorg, hugrekki og hlátursköst. Þegar kvölda tekur breytist Rúnar í Brúnar, ofurhetjuna óttalausu. Með brúna málningu að vopni læðist Brúnar út og refsar strákunum sem stríða Rúnari og eyðileggja kofann hans. Vinirnir Atli og Ása hafa aldrei heyrt um fyndnari ofurhetju og vilja gjarnan kynnast henni. Brúnar kemur ...

Forlagsverð: 6.590 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 3.690 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 5 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 4.990 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 4.990 kr.
Kaupa

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita