Kakkalakkarnir

Kindle

Bókaklúbbar Forlagsins

Skáldsagan Ef þú vilt eftir hina dönsku Helle Helle hefur sannarlega vakið athygli undanfarna daga en um hana hafa birst einstaklega jákvæðir dómar í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Helle Helle var gestur á Bókmenntahátíð í fyrra en Ef þú vilt var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs það ár. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bókina en þetta er fyrsta bók höfundar sem kemur út á íslensku. Í dómi Fréttablaðsins gefur Magnús Guðmundsson bókinni fullt hús stiga, ...
Á dögunum sögðu við frá því að bók Gísla Pálssonar, Hans Jónatan - Maðurinn sem stal sjálfum sér, hefði verið þýdd á ensku og gefin út af hinu virta háskólaforlagi The University of Chicago Press. Gísli hyggt fylgja útgáfu bókarinnar eftir með fyrirlestraröð þvert yfir Bandaríkin og nú hafa borist fréttir af því að áhugi sé á kvikmyndaréttinum vestanhafs. Auk þess er von á heimildarmynd Valdimars Leifssonar um Hans Jónatan og ...
Næturgalinn eftir Kristin Hannah hefur sannarlega lagt heiminn að fótum sér. Þessi magnaða örlagasaga hefur heillað lesendur um allan heim, verið þýdd á 39 tungumál, selt yfir 1,5 milljón bækur, eytt 73 vikum á metsölulista New York Times (og er þar enn) og nú er væntanleg kvikmynd byggð á bókinni. Um helgina var tilkynnt um leikstjóra myndarinnar en það er Michelle MacLaren sem þekkt er fyrir að hafa leikstýrt þáttum í ...
Það verður Sagnaflóð á Fiskislóð næsta laugardag! Í tilefni Menningarnætur verður boðið upp á glæsilega dagskrá milli 14 og 17 þar sem hægt verður að hlýða á bæði tónlist og upplestur. Á Sagnaflóði munu stíga á stokk framsækin ungskáld sem vakið hafa athygli með útgáfum hjá jaðarforlögunum Tunglinu og Partus Press. Áhersla verður lögð á ljóð, smásögur og örsögur. Upplesarar verða: Sigurbjörg Þrastardóttir Ragnar Helgi Ólafsson Björk Þorgrímsdóttir Björn Halldórsson Sigurbjörg Friðriksdóttir Milli upplestra ...
Lee Child aðdáendur takið eftir: Önnur kvikmyndin um hinn grjótharða Jack Reacher er væntanleg í haust. Myndin er gerð eftir bókinni Ekki snúa aftur (e. Never go back) sem kom út í fyrra við stórgóðar viðtökur. Sem fyrr er það Tom Cruise sem fer með hlutverk Reacher en hann hlaut nokkra gagnrýni þegar fyrri myndin, sem hét einfaldlega Jack Reacher, kom út árið 2012 þar sem að hann þótti ekki hafa ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita