Bragð af ást

Bókaklúbbar Forlagsins

Í næstu viku er von á tveimur spánýjum og afskaplega spennandi bókum tveggja spánýrra höfunda! Hér kveða sér hljóð nýjar raddir í íslensku bókmenntalífi en um er að ræða þau Soffíu Bjarnadóttur og Sverri Norland. Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga Sverris Norland og hlaut nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Hér helst óvenjuleg stílgáfa í hendur við gráa íróníu, einlæga samkennd og óþrjótandi hugmyndagleði. Þetta er bók sem á erindi við samtíma sinn, ...
Fimmtudaginn 18. september næstkomandi verður Einar Már Guðmundsson sextugur. Sama dag gefur Forlagið út safn ljóða hans á ensku, On the Point of Erupting, í þýðingu margra okkar helstu þýðenda. Silja Aðalsteinsdóttir ritstýrði bókinni og ritar formála. Einar fagnar útgáfu bókarinnar á sjálfan afmælisdaginn í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi, frá kl. 17-18. Komið og fagnið með skáldinu! Allir velkomnir og léttar veitingar í boði. Hér má finna frekari upplýsingar
Hin heimskunna bandaríska skáldkona Amy Tan er væntanleg til landsins í vikunni í tengslum við ráðstefnuna Art in Translation. Mun hún halda fyrirlestur um verk sín í Hörpu föstudaginn 19. september. Amy er íslenskum lesendum að góðu kunn því fjórar af skáldsögum hennar hafa verið þýddar á íslensku, Leikur hlæjandi láns, sem Forlagið endurútgefur í tengslum við komu Amyar, Kona eldhúsguðsins, Dóttir himnanna og Dóttir beinagræðarans. Amy Tan mun svara spurningum úr ...
Rithöfundurinn Hannah Kent verður gestur á baðstofukvöldi Forlagsins á Rosenberg í kvöld, mánudagskvöldið 15. september. Hannah er höfundur metsölubókarinnar Náðarstund (e. Burial Rites) sem er nýkomin út á íslensku í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Hannah Kent var 17 ára skiptinemi í Skagafirði þegar hún heyrði söguna um Agnesi Magnúsdóttur, Natan Ketilsson og síðustu aftökuna á Íslandi. Í bók sinni dregur Hannah upp ótrúlega mynd af íslenskum veruleika, harðri lífsbaráttu, heitum tilfinningum ...
Einu sinni var stelpa sem hét Freyja Dís og vildi BARA dansa og dansa. Nema þegar aðrir sáu til. Þá fóru hnén að skjálfa og maginn í hnút. Freyja Dís... er falleg og skemmtileg saga sem kennir okkur að fylgja hjartanu. Birgitta Sif hefur áður notið mikillar velgengni fyrir fyrstu bók sína Ólíver sem, eins og Freyja Dís, kom fyrst út á ensku. Báðar hafa hlotið afar lofsamlega dóma hjá ýmsum dagblöðum erlendis, ...

Forlagsverð: 2.590 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 3.390 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 2.590 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 2.590 kr.
Kaupa

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita